Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. maí 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Næsti heimaleikur Fram á Valsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Framarar geta ekki leikið heimaleik sinn gegn Leikni F. í Inkasso-deildinni um næstu helgi á Laugardalsvelli. Framarar hafa því ákveðið að spila þann leik á Valsvelli klukakn 15:00 á laugardag.

Ísland mætir Liechtenstein í vináttuleik á Laugardalsvelli næstkomandi mánudag og degi síðar mætir kvennalandsliðið Makedóníu í undankeppni EM.

Sökum álags á vellinum var því ekki mögulegt fyrir Fram að spila þar á laugadaginn.

„Það eru tveir landsleikir með stuttu millibili. Það var ekki hægt að koma því við að hafa leikinn á þessu tímabili. Það var erfitt að færa leikinn til út af bikarkeppni og öðru. Okkur var því nauðugur kostur að færa hann á annan völl," sagði Valtýr Björn Valtýsson stjórnarmaður hjá Fram í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Við reyndum ýmislegt en niðurstaðan er þessi og hún er ágæt. Við höfum oft spilað góða leiki á Valsvellinum í gegnum tíðina. Það er ágætt að vera þar í eitt skipti."

Framarar unnu Huginn 1-0 á útivelli í gær en það var fyrsti sigur liðsins í Inkasso-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner