Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. maí 2016 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Ólsarar náðu í stig gegn FH - Dramatík í Árbæ
Tokic tryggði Víkingi Ó. gott stig
Tokic tryggði Víkingi Ó. gott stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir missti af sínum fyrsta sigri í sumar
Fylkir missti af sínum fyrsta sigri í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild karla nú rétt í þessu, en óvænt úrslit áttu sér stað í Kaplakrika.

Þar mættust heimamenn í FH og nýliðar Víkings Ó., en Ólsarar hafa komið mikið á óvart í upphafi móts.

Það voru FH-ingar sem náðu forystu í leiknum, en markið skoraði Steven Lennon um miðjan fyrri hálfleik. Þetta var þriðja mark Lennon í deildinni, en staðan í hálfleik var 1-0, heimamönnum í vil.

Í seinni hálfleik náðu gestirnir frá Ólafsvík að jafna metin. Markið gerði hinn sjóðheiti Hrjove Tokic eftir sendingu frá Pape Faye og þar við sat.

1-1 jafntefli staðreynd í Krikanum, en þetta er mjög kærkomið fyrir Ólsara eftir vonbrigði í Borgunarbikarnum í síðustu viku.

Í Árbænum mættust síðan Fylkir og Fjölnir, en Fylkismenn eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta leik í deildini.

Fjölnir var 1-0 yfir í hálfleik, en markið skoraði Martin Lund Pedersen eftir fimm mínútna leik.

Í seinni hálfleik náðu Fylkismenn að snúa leiknum sér í vil með mörkum frá Alberti Brynjari Ingasyni og Garðari Jóhannssyni, en í uppbótartíma skoraði Martin Lund aftur fyrir Fjölni og tryggði stig fyrir gestina.

Svo sannarlega vonbrigði fyrir Fylki, en liðið er með tvö stig eftir sex leiki á botni deildarinnar á meðan Fjölnir er með tíu stig í 3. sæti.

FH 1 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Steven Lennon (´28 )
1-1 Hrvoje Tokic (´86 )
Nánar um leikinn

Fylkir 2 - 2 Fjölnir
0-1 Martin Lund Pedersen (´5 )
1-1 Albert Brynjar Ingason (´52 )
2-1 Garðar Jóhannsson (´61 )
2-2 Martin Lund Pedersen (´90 )
Nánar um leikinn

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner