Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. maí 2016 09:40
Magnús Már Einarsson
Pogba til Man Utd?
Powerade
Pogba er orðaður við Manchester United.
Pogba er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Higuain vill fara til Liverpool.
Higuain vill fara til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með alls konar slúður í dag. Kíkjum á það helsta!



Jose Mourinho, nýr stjóri Manchester United, er að íhuga tilboð í Paul Pogba, miðjumann Juventus. (Times)

Mourinho vill fá Rio Ferdinand í starfslið sitt hjá United. (The Sun)

Mourinho hefur beðið um 54 milljónir punda til að kaupa Saul Niguez frá Atletico Madrid. (Daily Star)

Njósnarar Manchester United hafa verið að fylgjast með Jordan Pickford, markverði Sunderland. (Chronicle)

Borussia Dortmund segir að það sé kjaftæði að Pierre-Emerick Aubameyang sé á förum frá liðinu í sumar. (Bild)

Gonzalo Higuain hefur áhuga á að fara til Liverpool en hann vill losna frá Napoli. (Mirror)

Chelsea er að skoða Emmanuel Mammana, varnarmann River Plate, en Inter og Fiorentina hafa líka áhuga. (Goal.com)

Bandarískir fjárfestar eru að kaupa Swansea. (South Wales Evening Post)

West Ham hefur boðið 11,4 milljónir punda í Roberto Pereyra, leikmann Juventus en ítalska félagið vill fá 13 milljónir. (Tuttosport)

Sunderland vill fá varnarmanninn Steven Caulke rfrá QPR á 4,5 milljónir punda og Nevan Subotic á láni frá Borussia Dortmund. (Sunderland Echo)

Besiktas ætlar að reyna að kaupa markvörðinn David Ospina frá Arsenal á þrjár milljónir punda. (Mirror)

FC Bayern neitar að selja Robert Lewandowski. (Sky Sports)

WBA og Middlesbrough eru að berjast um Henri Bedimo, varnarmann Lyon. (Birmingham Mail)

Ross McCormack gæti farið frá Fulham í sumar en Newcastle, Norwich og Aston Villa hafa áhuga. (Croydon Advertiser)

Daniel Sturridge hefur tvær æfingar til viðbótar til að sanna að hann sé heill heilsu fyrir EM í sumar. (The Times)

Celtic ætlar ekki að eyða háum fjárhæðum til að fá Joe Allen frá Liverpool. (Daily Record)
Athugasemdir
banner