mán 30. maí 2016 12:45
Magnús Már Einarsson
Rashford búinn að gera nýjan samning við Man Utd
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United. Nýi samningurinn gildir til 2020 með möguleika á árs framlengingu.

Hinn 18 ára gamli Rashford hefur slegið í gegn með Manchester United undanfarna mánuði.

Eftir að hafa fengið fyrsta tækifærið í leik gegn Midtjylland í Evrópudeildinni hefur Rashford skoraði átta mörk í 17 leikjum en hann er í dag í enska landsliðshópnum.

„Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Manchester United og það er draumur að rætast með því að spila með aðalliðinu. Ég er þakklátur fyrir að fá tækifærið til að sanna mig," sagði Rashford eftir undirskriftina.

Vinstri bakvörðurinn ungi Cameron Borthwick-Jackson hefur líka skrifað undir nýjan samning við Manchester United en hann er einnig til ársins 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner