mán 30. maí 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Rio Ferdinand gæti snúið aftur til Man Utd
Rio var afar sigursæll með Man Utd
Rio var afar sigursæll með Man Utd
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Man Utd, hefði leitast eftir því við Rio Ferdinand að fá þennan fyrrum varnarmann félagsins til liðs við sig í þjálfarateymið.

Rio er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Man Utd eftir að hafa leikið 455 leiki fyrir félagið á árunum 2002-2014.

Hann vann ensku úrvalsdeildina sex sinnum með liðinu auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða svo fátt eitt sé nefnt.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk hefur Rio getið af sér gott orð sem sérfræðingur hjá BT sjónvarpsstöðinni og mun hann starfa fyrir BBC í tengslum við Evrópumótið í Frakklandi í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner