Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. maí 2016 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sakho fer ekki á EM þrátt fyrir að vera laus úr banni
Sakho fer ekki á EM
Sakho fer ekki á EM
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, ætlar ekki að kalla Mamadou Sakho, varnarmann Liverpool, inn í landsliðshóp sinn fyrir EM þrátt fyrir að leikmaðurinn sé laus úr 30 daga banni fyrir að hafa tekið inn brennslutöflur.

Sakho var settur í 30 daga bann þann 28. apríl síðastliðinn eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn Man. Utd í Evrópudeildinni.

Bannið, sem nú hefur verið aflétt, kostaði Sakho sæti í EM hóp Frakka sem og síðustu átta leiki tímabilsins með Liverpool, en þar á meðal var leikur í úrslitum Evrópudeildarinnar.

30 daga bann Sakho rann út á laugardaginn og má leikmaðurinn spila á ný, en UEFA ætlar að skoða málið aðeins betur.

Sakho gæti því tæknilega séð spilað með Frökkum á EM, en Deschamps ætlar þó að halda tryggð við þá leikmenn sem hann hefur nú þegar valið.

Í alvöru? Nei. Eða ég myndi ekki hafa neina virðingu fyrir þá leikmenn sem ég hef nú þegar valið," sagði Deschamps.

„Þegar ég valdi hópinn þá var engin sönnun fyrir því að útkoman yrði jákvæð fyrir Sakho, jafnvel ef svo yrði þá hefði ég þurft að fá staðfestingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner