Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2016 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Portúgala: Ísland er með öðruvísi lið en Noregur
Fernando Santos vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum
Fernando Santos vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum
Mynd: Getty Images
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum þrátt fyrir 3-0 sigur gegn Noregi í gær.

Portúgalar eru í fullum undirbúningi fyrir EM, en liðið er í riðli með Austurríki, Ungverjalandi og svo okkur Íslendingum.

„Við byrjuðum leikinn vel og fyrstu 20 mínúturnar voru sérstaklega góðar. Eftir það féllu Norðmennirnir aðeins til baka og við áttum í meiri erfiðleikum. Við fórum að flýta okkur, sem er ekki nógu gott, en það er svo sem eðlilegt eftir þreytilega daga," sagði Santos eftir sigurinn í gær.

„Í hálfleik sagði ég við leikmennina að reyna að fá meiri hraða í leikinn þegar við værum með boltann. Sumir leikmenn eru ekki alveg komnir í takt eftir erfitt tímabil, en við verðum að vera ferskir í þessum lokaundirbúningi svo við getum verið sterkari."

Santos segir Ísland og Noreg vera með öðruvísi lið, en Ísland mætir Portúgölum í fyrsta leik á EM þann 14. júní næstkomandi.

„Úrslitin eru jákvæð, þau eru góð, en ekki neitt meira en það. Ísland er með öðruvísi lið heldur en Noregur. Liðin eru líka að sumu leyti, en í sumum leikjum eru þau gjörólík."

Ísland mætir einnig Noregi fyrir EM, en liðin mætast í Osló á miðvikudaginn. Áhugavert verður þar að sjá hvernig Ísland spilar gegn Noregi miðað við hvernig Portúgal gerði það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner