Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 30. maí 2018 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elfar Freyr mótmælti eftir sigurleik og fékk rautt spjald
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðabliks, verður að teljast mikill klaufi fyrir hegðun sína eftir sigur á KR í Mjólkurbikar karla í kvöld.

Breiðablik vann leikinn 1-0 með marki frá Oliver Sigurjónssyni þegar lítið var búið af leiknum.

Sjá einnig:
Mjólkurbikarinn: Breiðablik, Stjarnan og tvö úr Inkasso áfram

Eftir leikinn var Elfar Freyr eitthvað ósáttur við störf Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins. Elfar fór eftir leikinn og ræddi við hann og fékk fyrir það að líta rauða spjaldið.

Elfar hafði fengið að líta gula spjaldið undir lok leiksins, en Ívar Orri reif upp rauða spjaldið eftir leik.

Þetta gæti reynst dýrkeypt fyrir Blika þar sem Elfar verður núna í leikbanni í 8-liða úrslitunum.



Athugasemdir
banner
banner
banner