Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 30. maí 2018 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Breiðablik, Stjarnan og tvö úr Inkasso áfram
Oliver skoraði sigurmark Blika.
Oliver skoraði sigurmark Blika.
Mynd: Raggi Óla
Guðmundur Steinn henti í þrennu.
Guðmundur Steinn henti í þrennu.
Mynd: Stjarnan
ÍA lagði Grindavík.
ÍA lagði Grindavík.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Fjórir síðustu leikir kvöldsins í Mjólkubikar karla voru að klárast. Tveir fyrri leikir kvöldsins fóru í framlengingu, annar í vítaspyrnukeppni, en síðustu fjórir þurftu ekki meira en 90 mínútur.

Breiðablik með sigur í stórleiknum
Stórleikur kvöldsins var í Kópavogi þar sem Breiðablik fékk KR í heimsókn á Kópavogsvöll.

KR-ingar voru fyrstir til að taka stig af Blikum í Pepsi-deildinni í sumar, en þeir náðu ekki hindra sigur Blika í kvöld.

Eina mark leiksins var skorað á fimmtu mínútu og var það Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, sem gerði það. KR-ingar eru úr leik og geta alfarið einbeitt sér að deildinni.

Breiðablik 1 - 0 KR
1-0 Oliver Sigurjónsson ('5 )
Rautt spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson , KR ('68)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan lék sér að Þrótti - ÍA og Víkingur Ó. áfram
Guðmundur Steinn Hafsteinsson átti flotta innkomu inn í lið Stjörnunnar sem valtaði yfir Þrótt R. í enn einum heimaleiknum þetta sumarið. Guðmundur Steinn skoraði þrennu í 5-0 sigri Stjörnunnar, en Baldur Sigurðsson og Hilmar Árni Halldórsson voru líka á skotskónum fyrir þá bláklæddu.


Tvö Inkasso-deildarlið til viðbótar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitum. Þór tryggði sig áfram fyrr í kvöld og nú hafa ÍA og Víkingur Ó. bæst í hópinn.

Arnar Már Guðjónsson tryggði ÍA sigur á úrvalsdeildarliði Grindavíkur og Víkingur Ó. lagði Fram þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.

Stjarnan 5 - 0 Þróttur R.
1-0 Baldur Sigurðsson ('36 )
2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('43 )
3-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('62 )
4-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('80 )
5-0 Hilmar Árni Halldórsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Grindavík 1 - 2 ÍA
0-1 Steinar Þorsteinsson ('48 )
1-1 Aron Jóhannsson ('79 )
1-2 Arnar Már Guðjónsson ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Fram 0 - 1 Víkingur Ó.
0-1 Vignir Snær Stefánsson ('36 )
Rautt spjald: Guðmundur Magnússon, Fram ('65), Vignir Snær Stefánsson, Víkingur Ó. ('90)
Lestu nánar um leikinn


Sjá einnig:
Mjólkurbikarinn: Tobias hetja Vals í framlengingu
Mjólkurbikarinn: Þór sló Fjölni úr leik í vítakeppni
Athugasemdir
banner
banner