Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 30. maí 2018 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Þór sló Fjölni úr leik í vítakeppni
ABBA-vítaspyrnukeppni
Þórsarar eru komnir áfram.
Þórsarar eru komnir áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Igor misnotaði seinustu spyrnu Fjölnis.
Igor misnotaði seinustu spyrnu Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 4 - 5 Þór
0-1 Ignacio Gil Echevarria ('42 )
1-1 Valmir Berisha ('87 )
Vítaspyrnukeppnin:
1-1 Valmir Berisha ('120 , misnotað víti)
1-2 Ármann Pétur Ævarsson ('120 , víti)
1-2 Ignacio Gil Echevarria ('120 , misnotað víti)
2-2 Þórir Guðjónsson ('120 , víti)
3-2 Bergsveinn Ólafsson ('120 , víti)
3-3 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('120 , víti)
3-3 Jónas Björgvin Sigurbergsson ('120 , misnotað víti)
4-3 Guðmundur Karl Guðmundsson ('120 , víti)
4-3 Hallvarður Óskar Sigurðarson ('120 , misnotað víti)
4-4 Loftur Páll Eiríksson ('120 , víti)
4-5 Jakob Snær Árnason ('120 , víti)
4-5 Igor Jugovic ('120 , misnotað víti)

Þór frá Akureyri er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Pepsi-deildarliði Fjölnis í Grafarvoginum í kvöld.

Fyrsta mark leiksins kom á 42. mínútu og var þar að verki Spánverjinn Ignacio Gil Echevarria fyrir Þór. Ignacio fékk boltann í gegnum vörn Fjölnis og kláraði vel.

Staðan var 1-0 fram á 87. mínútu, en þá jöfnuðu Fjölnismenn. Markið gerði sænski sóknarmaðurinn Valmir Berisha sem hefur litið nokkuð vel út í upphafi Íslandsmótsins.

Þar við sat og framlenging næst á dagskrá. Í framlengingunni gerðist fátt markvert þó Fjölnismenn hafi fengið ágætis færi til að gera út um leikinn. Þeir náðu ekki að skora og því tekið til vítaspyrnukeppni.

Þór sigraði í bráðabana
Vítaspyrnukeppnin var með svokölluðu ABBA fyrirkomulagi sem virkar þannig að liðið sem byrjar tekur fyrstu spyrnuna og þar næst fjórðu spyrnuna.

Það voru Þórsarar sem höfðu betur í vítaspyrnukeppninni eftir 12 spyrnur. Þór klúðraði tveimur spyrnum en Fjölnir þremur. Þór er því komið í 8-liða úrslit ásamt Val.

Beinar textalýsingar:
19:15 Breiðablik 1 - 0 KR
19:15 Stjarnan 5 - 0 Þróttur R
19:15 Grindavík 1 - 1 ÍA
19:15 Fram 0 - 1 Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner
banner