þri 30. júní 2015 15:40
Arnar Daði Arnarsson
Jón Daði: Yrði draumur að spila í Þýskalandi
Jón Daði leikmaður Viking í Noregi.
Jón Daði leikmaður Viking í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Viking í Stafangri höfnuðu tilboði frá þýska félaginu Kaiserslautern í landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson.

„Kaiserslautern hefur sýnt mér áhuga í þónokkurn tíma og komu með tilboð í mig sem Viking höfnuðu," sagði Jón Daði sem skilur afstöðu forráðamanna Vikings þar sem nýverið lék sóknarmaðurinn, Vet­on Ber­isha sinn síðasta leik fyrir Viking og því mega þeir ekki við því að missa fleiri sóknarmenn.

Eins og staðan er núna er Jón Daði því að berjast um framherja stöðuna hjá Viking ásamt Suleiman Abdullahi. Jón Daði segir það miklar líkur á að hann fái meiri spiltíma með Viking í næstum leikjum.

„Vonandi fæ ég að spila meira í næstu leikjum og næ að sýna mig og sanna og þá veit maður aldrei hvað gerist. Þetta er svo fljótt að breytast. Það er hinsvegar kominn tími á að fara einhvert annað," sagði Jón Daði sem verður samningslaus um áramótin. Ætli Viking sér að fá eitthvað fyrir leikmanninn, verði þeir því að selja hann í sumar.

„Ég vonast til að það gerist eitthvað hjá mér í sumar og Viking vonast líklega eftir því að fá betra tilboð í mig."

„Það yrði frábært skref fyrir mig að fara til Þýskalands. Ég hef alltaf verið hrifinn af þýska boltanum. Kaiserslautern er stórt félag og þýska B-deildin er mjög sterk deild og þeir hafa alltaf sett stefnuna að komast aftur í Bundesliguna. Það er einn af mínum draumum að spila í Þýskalandi," sagði landsliðsmaðurinn, Jón Dað að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner