banner
   þri 30. júní 2015 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd heldur áfram að framlengja við Englendinga
Ashley Young gerði vel undir stjórn Louis van Gaal.
Ashley Young gerði vel undir stjórn Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Manchester United áttar sig á mikilvægi þess að binda Englendinga við félagið og er búið að framlengja samninga hjá Phil Jones og Chris Smalling.

Ashley Young mun skrifa undir samning á næstu dögum og myndar öflugan hóp af Englendingum ásamt mönnum á borð við Luke Shaw, Michael Carrick og Wayne Rooney.

Talið er að Young skrifi undir þriggja ára samning við félagið og verður því bundinn félaginu til 33 ára aldurs.

Það er mikilvægt að hafa Englendinga innanborðs til að uppfylla Englendingakvóta enska boltans og er Man Utd öfundað af mörgum keppinautum sínum fyrir gæði og fjölda Englendinga innan leikmannahópsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner