Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 30. júní 2015 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Nigel Pearson rekinn frá Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson hefur verið rekinn úr knattspyrnustjórastól Leicester City og er það mjög umdeild ákvörðun innan félagsins.

Pearson kom Leicester upp í Úrvalsdeildina og hélt þeim þar á lokasprettinum og gerði í raun gott betur og endaði félagið í 14. sæti.

Pearson er þekktur fyrir að vera harðorður og oft fljótur á sér í viðtölum og hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það.

Sonur hans var nýlega rekinn úr félaginu eftir að hann og tveir liðsfélagar hans í unglingaliði Leicester, sem voru í æfingaferð í Taílandi, tóku myndband af sér í kynlífsorgíu með vændiskonum.

„Leicester City er búið að leysa knattspyrnustjóra aðalliðsins, Nigel Pearson, frá störfum," stendur í yfirlýsingu frá félaginu.

„Stjórnin viðurkennir að Nigel hjálpaði félaginu að ná miklum árangri. Þrátt fyrir það eru mikilvæg málefni sem félagið og Nigel eru ósammála um og þess vegna telur stjórnin að Nigel sé ekki lengur rétti maðurinn í starfið.

„Eigendur Leicester City, Vichai og Aiyawatt Srivaddhanaprabha, og stjórn félagsins vilja þakka Nigel fyrir vel unnin störf og óska honum alls hins besta. Craig Shakespeare og Steve Walsh taka við stjórn félagsins þar til nýr stjóri verður ráðinn."


Stuðningsmenn Leicester eru margir ósáttir með þessa ákvörðun og benda á að Pearson framkvæmdi kraftaverk í vor þegar liðið vann sjö af níu síðustu leikjum tímabilsins til að halda sér uppi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner