Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. júní 2015 09:15
Elvar Geir Magnússon
Suður-Ameríku bikarinn: Síle í úrslitaleikinn
Eduardo Vargas skoraði tvívegis.
Eduardo Vargas skoraði tvívegis.
Mynd: Getty Images
Heimamenn í Síle eru komnir í úrslit Suður-Ameríku bikarsins í fyrsta sinn í 28 ára eftir að hafa lagt tíu leikmenn Perú í stórskemmtilegum leik 2-1 í Santiago.

Síle var heppið að missa Arturo Vidal ekki af velli snemma leiks þegar hann setti hönd í andlit mótherja síns. Perú missti svo mann af velli þegar Carlos Zambrano fékk rauða spjaldið.

Eduardo Vargas, fyrrum sóknarmaður QPR, kom Síle yfir eftir að Alexis Sanchez hafði átt sláarskot en Peru jafnaði eftir sjálfsmark Gary Medel.

Síle var betra liðið og Vargas skoraði sigurmarkið með laglegum hætti.

Síle hefur aldrei unnið Suður-Ameríku bikarinn en liðið mun mæta Argentínu eða Paragvæ í úrslitaleik á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner