Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2015 11:22
Elvar Geir Magnússon
Tilboði Kaiserslautern í Jón Daða hafnað
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norskir fjölmiðlar greina frá því að Viking í Stafangri hafi hafnað tilboði frá þýska félaginu Kaiserslautern í landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson.

Henn­ing Johann­essen, framkvæmdastjóri Viking, staðfestir að tilboði hafi verið hafnað.

„Við get­um ekki misst hann á sama tíma og Vet­on Ber­isha er far­inn frá fé­lag­inu,“ sagði Johannessen.

Jón Daði hefur ekki átt fast sæti í liði Viking á tímabilinu en hann sagði við Fótbolta.net nýlega að hann væri ekki með fullt traust þjálfara norska liðsins.

Samningur Jóns Daða við Viking rennur út eftir tímabilið.

Kaiserslautern hafnaði í fjórða sæti þýsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner