Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 30. júní 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikur EM U21 verður í kvöld
Það var létt yfir markverðinum Jose Sa á æfingu portúgalska liðsins í gær.
Það var létt yfir markverðinum Jose Sa á æfingu portúgalska liðsins í gær.
Mynd: Getty Images
Það verður mikið um dýrðir í Prag í kvöld þegar úrslitaleikur Evrópumóts U21 landsliða fer fram. Leikurinn hefst 18:45 að íslenskum tíma.

Portúgal og Svíþjóð eigast við en bæði þessi lið unnu örugga sigra í undanúrslitaleikjum sínum um liðna helgi.

Portúgal slátraði Þýskalandi 5-0. Bernardo Silva, Ricardo Pereira, Ivan Cavaleiro, Joao Mario og Ricardo Horta skoruðu mörkin.

Svíar unnu 4-1 sigur gegn Dönum. John Guidetti og Simon Tibbling komu Svíum í 2-0 áður en Uffe Bech minnkaði muninn. Á lokasprettinum skoraði sænska liðið svo tvívegis en Robin Quaison og Oscar Hiljemark skoruðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner