Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. júní 2016 11:05
Elvar Geir Magnússon
Annecy ein af ástæðum velgengninnar
Icelandair
Það er fallegt í Annecy.
Það er fallegt í Annecy.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir okkar fengu góðan frídag í Annecy í gær og nýttu tækifærið til að fara út að borða, í golf eða í siglingu á vatninu.

Heimir Hallgrímsson, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, er himinlifandi með Annecy, bæinn þar sem Ísland hefur aðsetur.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því í upphafi hversu mikilvægt er að vera á stað þar sem við erum algjörlega einir. Við þurfum ekki að taka tillit til einhverra annarra. Það er fallegt hérna og umhverfið róar mann niður," segir Heimir.

„Það er ekki mikill fótboltaáhugi í Annecy. Hér er vel stætt fólk í sumarfríi og hér er rólegt. Það hefði verið hörmung að vera í miðbæ með fréttamenn alltaf fyrir utan hótelið. Þetta er einn lykillinn af því að við erum að ná þessum árangri."

„Í gær fannst okkur nauðsynlegt að gefa mönnum andlegt og líkamlegt frí frá okkur, fundum og æfingum. Það er gott að vera Íslendingur, það þekkja okkur svo fáir. Við erum með keppnir á hverjum degi í ýmsum hlutum, Þorgrímur er meistari að finna eitthvað. Það er púttvöllur og svona. Við erum eins og eldri borgarar, alltaf í einhverjum keppnum."

Sjá einnig:
Heimir: Við erum eins og eldri borgarar

Fallegur dagur í Annecy þar sem strákarnir okkar búa sig undir leikinn gegn Frökkum #fotboltinet

A photo posted by Fótbolti.net (@fotboltinet) on


Athugasemdir
banner
banner
banner