Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2016 13:07
Magnús Már Einarsson
Claude Puel tekur við Southampton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hinn franski Claude Puel hefur verið ráðin nýr knattspyrnustjóri Southampton.

Puel hefur skrifað undir þriggja ára samning en hann tekur við af Ronald Koeman sem fór til Everton á dögunum.

Pule er 54 ára gamall en hann hefur þjálfað Nice í frönsku úrvalsdeildinni síðan 2012.

Þar áður stýrði hann Monaco, Lille og Lyon.

Puel stýrði Monaco til sigurs í frönsku deildinni árið 2000 og árið 2010 fór hann með Lyon í undanúrslit í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner