Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júní 2016 18:49
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Ísland gæti farið á topp 15 á heimslistanum
Icelandair
Sigurinn gegn Englandi mun hækka liðið mikið.
Sigurinn gegn Englandi mun hækka liðið mikið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ljóst að gott gengi á EM mun færa Ísland ofar á heimslista FIFA.

Liðið hefur aldrei verið fyrir ofan 23. sæti en sem stendur er Ísland í 34. sæti listans. Það á hins vegar eftir að uppfæra hann eftir frábæra gengið á EM.

Fyrir EM var Ísland með 751 stig. Með sigri á Frökkum fer þar upp í 961 stig og upp fyrir ansi mörg lið og jafnvel upp í topp 15.

Ísland myndi fara framhjá löndum eins og Tékklandi, Bandaríkjunum og Króatíu og hæst upp í 14. sæti en liðin fyrir ofan Ísland eiga líka eftir að fá fleiri stig en ekki eins mörg og íslenska liðið.


Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner