Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. júní 2016 11:42
Þorsteinn Haukur Harðarson
Neymar gerir fimm ára samning við Barcelona
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur staðfest að brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar, muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Það ætti að binda enda á vangaveltur um framtíð hans hjá félaginu.

Mikið hefur verið rætt um framtíð hans hjá Barcelona en Neymar hefur verið orðaður við stórlið eins og PSG í Frakklandi.

Neymar mun hinsvegar undirrita fimm ára samning við Barcelona en Josep Maria Bartomeu, forseti spænska félagsins, staðfestir þetta.

Talið er að klásúla verði í samningi Neymar um að hann kosti um 230 milljón evrur ætli eitthvað félag sér auð kaupa leikmanninn.

Neymar kom til Barcelona frá Santos í brasilíu árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner