Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. júní 2016 10:35
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Patrice Evra: Mikilvægasti landsleikurinn á ferlinum
Icelandair
Patrice Evra
Patrice Evra
Mynd: Getty Images
Patrice Evra spjallaði við fréttamenn í dag, fyrir leikinn á móti Íslandi á sunnudag.

Hann segir það vera stærsta leik sem hann hefur spilað á ferlinum.

„Ég hef aldrei komist lengra en í 8-liða úrslitin með landsliðinu á stómóti á meðan ég hef margoft gert það með félagsliðunum mínum."

„Þetta er því mikilvægasti landsleikurinn minn á ferlinum."

Það hefur verið mikið um bönn og meiðsli í hópnum hjá Frökkum. Evra segist sama hver spilar með honum í vörninni.

„Ég mun komast að því í dag, hver verður með mér í vörninni. Það skiptir í raun litlu hvort það verði Eliaquim Magnala eða Sam Umtiti."

Hann var spurður út í löngu innköstin hjá Íslandi en hann segir það sé meira í leik Íslands en löng innköst.

„Auðvitað höfum æft vel, hvernig við ætlumm að stoppa löngu innköstin þeirra en það þýðir ekki að við munum stoppa þau. Það er ekki hægt að tala bara um löng innköst. Ísland er með mikið meira en það," sagði Evra.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner