Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2016 09:13
Magnús Már Einarsson
Annecy
Raggi Sig um Liverpool: Ekkert til í þessu held ég
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, er eftirsóttur eftir frábæra frammistöðu á EM.

Guardian greindi frá því í gær að Liverpool, Leicester og Tottenham hafi áhuga á Ragnari sem og félög í Þýskalandi.

„Að sjálfsögðu pælir maður í þessu þegar maður sér eitthvað svona," sagði Ragnar við íslenska fjölmiðla í dag.

„Ég talaði aðeins við umbann minn í gær. Það er ekkert klárt ennþá og hann sagði mér að halda áfram að standa mig í næsta leik og tékka stöðuna eftir það."

Ragnar hefur verið stuðningsmaður Liverpool frá barnæsku og draumur hans er að spila með þeim rauðu.

„Það hefur alltaf verið draumur, síðan ég lítill strákur, en ég held að það sé ekkert til í þeim sögusögnum," sagði Ragnar. Hann segir að sögusagnirnar um framtíðina trufli sig ekki.

„Þetta er extra motivation fyrir mig. Það er gaman að fá svona viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og það fær mann til að leggja ennþá harðar að sér," sagði Ragnar.

Sjá einnig:
Raggi Sig: Vitum alveg hvað við erum að gera
Athugasemdir
banner
banner
banner