Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2016 09:37
Magnús Már Einarsson
Annecy
Raggi: Verður að skamma ef við erum að skíta upp á bak
Icelandair
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, greindi frá því á fréttamannafundi í gær að nokkrir leikmenn hefðu mætt of seint í kvöldmat með liðinu í fyrradag.

Lars segir að rætt hafi verið við leikmenn í kjölfarið og þeim sagt að fara ekki fram úr sjálfum sér eftir sigurinn á Englandi.

Ragnar Sigurðsson var spurður út í þetta í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag.

„Ef menn eru að verða sloppy eða skíta upp á bak þá verður að skamma okkur," sagði Ragnar Sigurðsson.

„Það hefur komið nokkrum sinnum upp að menn hafi gleymt hinu og þessu. Þá verður að vera einhver alvöru kall eins og hann sem skammar okkur aðeins."

„Við þurfum að hafa ákveðnar reglur hérna. Menn geta ekki farið að fara í sitthvora áttina af því að við höfum unnið nokkra leiki. Það er fínt að halda okkur á tánum."

Sjá einnig:
Raggi Sig: Vitum alveg hvað við erum að gera
Athugasemdir
banner
banner