Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. júní 2016 12:36
Þorsteinn Haukur Harðarson
Real Madrid með risatilboð í Alaba
Mynd: Getty Images
Austurríski knattspyrnumaðurinn David Alaba gæti verið á förum frá Bayern Munich. HAnn er sterklega orðaður við spænska stórliðið Real Madrid

Alaba er af mörgum talinn einn besti vinstri bakvörður heimsins en undanfarið hefur hann verið að færa sig framar á völlinn og vill festa sig í sessi sem miðjumaður.

Hann hefur leikið framarlega á miðjunni hjá landsliði Austurríkis og fékk einnig tækifæri til að gera það hjá Bayern seinasta vetur.

Bayern hefur hinsvegar keypt miðjumanninn Renoto Sanches og óttast Alaba að það verði til þess að hann verði færður aftur í bakvörðinn.

Real Madrid hefur mikinn áhuga á að fá Alaba til sín og samkvæmt heimildum spænska blaðsins AS er Real tilbúið að borga um 65 milljónir fyrir leikmanninn.

Alaba var hluti af landsliði Austurríkis sem olli miklum vonbrigðum á EM og datt úr leik eftir tap gegn Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner