Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 30. júní 2016 10:25
Þorsteinn Haukur Harðarson
Torres verður um kyrrt hjá Atletico Madrid
Mynd: Getty Images
Fernando Torres mun semja við uppeldisfélag sitt, Atletico Madrid. Hann hefur verið á láni hjá Atletico í 18 mánuði frá AC Milan.

Torres fór frá Atletico Madrid til Liverpool árið 2007 og átti góðu gengi að fagna hjá liðinu.

Það fór síðan að halla undan fæti þegar hann samdi við Chelsea árið 2011 en þar náði hann sér aldrei almennilega á strik og var að lokum seldur til AC Milan árið 2014. Eftir hálft tímabil á Ítalíu var hann svo lánaður til Atletico Madrid þar sem hann hefur verið síðan.

Samningur Torres við AC Milan rennur út á miðnætt í kvöldi og þá mun Atletico Madrid semja við hann á frjálsri sölu.

"Við eigum bara eftir að klára nokkur smáatriði en það eru engin vandamál með samninginn," sagði Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid.

Athugasemdir
banner
banner