Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   fös 30. júní 2017 21:45
Mist Rúnarsdóttir
Arnar Skúli: Erum ekki með lélegasta liðið í deildinni
Kvenaboltinn
Arnar Skúli var svekktur með að landa ekki sigri en jafnframt ánægður með fyrsta stig sumarsins
Arnar Skúli var svekktur með að landa ekki sigri en jafnframt ánægður með fyrsta stig sumarsins
Mynd: Tindastóll
„Þetta eru mikil vonbrigði. Við stjórnuðum leiknum alveg frá upphafi og fengum betri færi en ólukkan virðist elta okkur í sumar. Ég er samt sáttur við að labba með eitt stig af velli í staðinn fyrir að taka engin eins og hefur verið í allt sumar,“ sagði Arnar Skúli Atlason þjálfari Tindastóls. Tindastóll fékk sitt fyrsta stig í deildinni í sumar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við topplið HK/Víkings.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 -  1 Tindastóll

Það var ekki að sjá á leiknum í kvöld að liðin væru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar og greinilegt að það býr hellingur í liði Tindastóls. Eftir góðan fyrri hálfleik fór þó aðeins að draga af liðinu í þeim síðari.

„Við erum að spila þriðja leikinn okkar á sjö dögum núna og erum búin að gera eina breytingu á milli leikja. Ég held að mitt lið hafi verið orðið pínu þreytt. Það er búið að vera mikið álag,“ sagði Arnar Skúli aðspurður um það hvers vegna lið hans sat svona aftarlega í síðari hálfleik.

Bandarísku leikmennirnir Emily Key og Madison Cannon voru frábærar í fyrri hálfleik, stöðugt ógnandi. Arnar Skúli var ánægður með þær eins og aðra leikmenn sína.

„Þær eru að komast betur inn í þetta núna og inn í okkar system. Miðjumennirnir eru líka að ná að connecta betur við þær. Það er búið að taka aðeins lengri tíma en ég átti von á en ég er mjög ánægður með mitt lið og við höldum bara áfram,“

Tindastóll er áfram á botni deildarinnar en komið með eitt stig. Arnar Skúli telur það raunhæft að bjarga sér frá falli þrátt fyrir stigaleysið.

„Við erum ekki með lélegasta liðið í þessari deild. Það er alveg á hreinu og við ætlum að halda áfram að berjast.“

Nánar er rætt við Arnar Skúla í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner