Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 30. júní 2017 21:45
Mist Rúnarsdóttir
Arnar Skúli: Erum ekki með lélegasta liðið í deildinni
Kvenaboltinn
Arnar Skúli var svekktur með að landa ekki sigri en jafnframt ánægður með fyrsta stig sumarsins
Arnar Skúli var svekktur með að landa ekki sigri en jafnframt ánægður með fyrsta stig sumarsins
Mynd: Tindastóll
„Þetta eru mikil vonbrigði. Við stjórnuðum leiknum alveg frá upphafi og fengum betri færi en ólukkan virðist elta okkur í sumar. Ég er samt sáttur við að labba með eitt stig af velli í staðinn fyrir að taka engin eins og hefur verið í allt sumar,“ sagði Arnar Skúli Atlason þjálfari Tindastóls. Tindastóll fékk sitt fyrsta stig í deildinni í sumar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við topplið HK/Víkings.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 -  1 Tindastóll

Það var ekki að sjá á leiknum í kvöld að liðin væru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar og greinilegt að það býr hellingur í liði Tindastóls. Eftir góðan fyrri hálfleik fór þó aðeins að draga af liðinu í þeim síðari.

„Við erum að spila þriðja leikinn okkar á sjö dögum núna og erum búin að gera eina breytingu á milli leikja. Ég held að mitt lið hafi verið orðið pínu þreytt. Það er búið að vera mikið álag,“ sagði Arnar Skúli aðspurður um það hvers vegna lið hans sat svona aftarlega í síðari hálfleik.

Bandarísku leikmennirnir Emily Key og Madison Cannon voru frábærar í fyrri hálfleik, stöðugt ógnandi. Arnar Skúli var ánægður með þær eins og aðra leikmenn sína.

„Þær eru að komast betur inn í þetta núna og inn í okkar system. Miðjumennirnir eru líka að ná að connecta betur við þær. Það er búið að taka aðeins lengri tíma en ég átti von á en ég er mjög ánægður með mitt lið og við höldum bara áfram,“

Tindastóll er áfram á botni deildarinnar en komið með eitt stig. Arnar Skúli telur það raunhæft að bjarga sér frá falli þrátt fyrir stigaleysið.

„Við erum ekki með lélegasta liðið í þessari deild. Það er alveg á hreinu og við ætlum að halda áfram að berjast.“

Nánar er rætt við Arnar Skúla í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner