Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 30. júní 2017 21:45
Mist Rúnarsdóttir
Arnar Skúli: Erum ekki með lélegasta liðið í deildinni
Kvenaboltinn
Arnar Skúli var svekktur með að landa ekki sigri en jafnframt ánægður með fyrsta stig sumarsins
Arnar Skúli var svekktur með að landa ekki sigri en jafnframt ánægður með fyrsta stig sumarsins
Mynd: Tindastóll
„Þetta eru mikil vonbrigði. Við stjórnuðum leiknum alveg frá upphafi og fengum betri færi en ólukkan virðist elta okkur í sumar. Ég er samt sáttur við að labba með eitt stig af velli í staðinn fyrir að taka engin eins og hefur verið í allt sumar,“ sagði Arnar Skúli Atlason þjálfari Tindastóls. Tindastóll fékk sitt fyrsta stig í deildinni í sumar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við topplið HK/Víkings.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 -  1 Tindastóll

Það var ekki að sjá á leiknum í kvöld að liðin væru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar og greinilegt að það býr hellingur í liði Tindastóls. Eftir góðan fyrri hálfleik fór þó aðeins að draga af liðinu í þeim síðari.

„Við erum að spila þriðja leikinn okkar á sjö dögum núna og erum búin að gera eina breytingu á milli leikja. Ég held að mitt lið hafi verið orðið pínu þreytt. Það er búið að vera mikið álag,“ sagði Arnar Skúli aðspurður um það hvers vegna lið hans sat svona aftarlega í síðari hálfleik.

Bandarísku leikmennirnir Emily Key og Madison Cannon voru frábærar í fyrri hálfleik, stöðugt ógnandi. Arnar Skúli var ánægður með þær eins og aðra leikmenn sína.

„Þær eru að komast betur inn í þetta núna og inn í okkar system. Miðjumennirnir eru líka að ná að connecta betur við þær. Það er búið að taka aðeins lengri tíma en ég átti von á en ég er mjög ánægður með mitt lið og við höldum bara áfram,“

Tindastóll er áfram á botni deildarinnar en komið með eitt stig. Arnar Skúli telur það raunhæft að bjarga sér frá falli þrátt fyrir stigaleysið.

„Við erum ekki með lélegasta liðið í þessari deild. Það er alveg á hreinu og við ætlum að halda áfram að berjast.“

Nánar er rætt við Arnar Skúla í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner