„Þetta var bara jafn leikur, gat farið hvernig sem er. Við fengum færi til að skora en þeir skoruðu," sagði Rafn þjálfari Njarðvíkur eftir 2 - 0 tap á móti Magna.
Lestu um leikinn: Magni 2 - 0 Njarðvík
Gunnar Örvar framherji Magna reyndist Njarðvík erfiður í dag.
„Hann var sterkur þarna frammi. VIð áttum í erfiðleikum með hann. Það var kannski það sem skildi liðin að í dag. Hann var eitthvað extra hjá þeim sem við bara réðum ekki við."
Njarðvík hefði með sigri geta slitið sig frá fallbaráttunni.
„Við vissum það frá upphafi að við yrðum í einhverri baráttu og þetta er okkar barátta eins og er, við ætlum bara að standa okkur vel þar. Við erum með hörkulið og ætlum að sýna það út mótið."
Hægt er að horfa á viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir