Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. júlí 2014 20:09
Elvar Geir Magnússon
1. deild: HK og KA gerðu jafntefli í Kórnum
Gunnar Örvar Stefánsson.
Gunnar Örvar Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
HK 1 - 1 KA
1-0 Guðmundur Magnússon ('10)
1-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('45)

Það var fámennt en góðmennt þegar HK og KA mættust í Kórnum í Kópavogi í dag en bæði lið eru enn með í baráttunni um að komast upp í Pepsi-deildina.

Guðmundur Magnússon kom HK yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið en hann kom frá Fram í glugganum. Guðmundur skoraði með skalla.

Rétt fyrir hálfleik jafnaði Gunnar Örvar Stefánsson fyrir KA en hann átti frábæran leik í kvöld.

Úrslitin urðu 1-1 jafntefli og eru liðin í fimmta og sjötta sæti en það er stutt upp í annað sætið samt sem áður.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner