Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mið 30. júlí 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Aron Heiðdal í Keflavík (Staðfest)
Aron og Siggi Dúlla fagna marki.
Aron og Siggi Dúlla fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur fengið varnarmanninn Aron Rúnarsson Heiðdal á láni frá Stjörnunni út tímabilið.

Aron hefur verið á bekknum hjá Stjörnunni í allt sumar en hann hefur að auki leikið með 2. flokki félagsins.

Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Keflvíkinga, er að glíma við meiðsli og verður frá keppni næstu vikurnar og því hefur liðið fengið Aron til liðs við sig.

Aron er fæddur árið 1995 en í fyrra og hitteðfyrra lék hann með Skínanda, varaliði Stjörnunnar.

Aron er kominn með leikheimild með Keflavík og er því löglegur fyrir leikinn gegn Víkingi R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner