Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 30. júlí 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Bakkali virðist á leið til Atletico Madrid
Zakaria Bakkali.
Zakaria Bakkali.
Mynd: Getty Images
Hollenska dagblaðið De Telegraaf segir Atletico Madrid hafa náð samkomulagi við PSV Eindhoven um kaup á vængmanninum Zakaria Bakkali.

Félögin hafa rætt saman í nokkurn tíma um þennan 18 ára leikmann en viðræðurnar virðast vera að skila árangri en núverandi samningur belgíska leikmannsins rennur út 2015.

Bakkali á enn eftir að ná samkomulagi við Atletico Madrid um kaup og kjör en sala til Spánarmeistarana virðist henta öllum aðilum.

Fyrr í þessum mánuði var sagt að Liverpool hefði haft samband við PSV vegna Bakkali sem einnig hefur verið orðaður við Tottenham og Arsenal. Mikla athygli vakti þegar leikmaðurinn skoraði þrennu gegn NEC í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Síðan hefur Bakkali ekki spilað mikið fyrir PSV vegna samningsdeilna.

Annars er það að frétta af Atletico Madrid að samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Chelsea gert 25 milljón evra tilboð í brasilíska miðvörðinn Miranda. Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Barcelona og Manchester United í sumar.

Þess má geta að Miranda er með sama umboðsmann og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner