Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. júlí 2014 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Bjössi Hreiðars skoðar undanúrslitaleik Keflavíkur og Víkings
Sigurbjörn Hreiðars.
Sigurbjörn Hreiðars.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bjössi spáir Víkingum sigri í kvöld.
Bjössi spáir Víkingum sigri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri undanúrslitaleikurinn í Borgunarbikar karla fer fram í kvöld. Keflavík og Víkingur mætast á Nettó-vellinum klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Við fengum Sigurbjörn Örn Hreiðarsson þjálfara Hauka til fara yfir undanúrslitaleikina sem framundan eru. Seinni leikurinn fer fram í Vestamannaeyjum á morgun þegar ÍBV og KR mætast.

Keflavík 2 - 2 Víkingur (Víkingur vinnur eftir framlengingu)

Þetta verður hörkuleikur. Víkingar eru á mjög öflugu flugi og eru komnir með ansi öfluga liðsheild og hafa verið að spila síðustu leiki mjög vel. Á meðan Keflvíkingarnir hafa verið á flugi í bikarnum, það er eina flugið þeirra núna. Þeir hafa verið án Halldórs Kristins í miðverðinum og Endre Brenne í bakverðinum og mikið riðlast hjá þeim.

Leikurinn er auðvitað í Keflavík en mér finnst vera meiri stemning í Víking þessa dagana og þeir geta hæglega unnið þennan leik. Þá sérstaklega útaf stemningunni. Þeir hafa mikla trú á sjálfum sér og ég held að þeir hafi alla leið í úrslitaleikinn.

Gæðin í fremstu leikmönnum Víkings gæti haft mikið að segja. Þetta verður hinsvegar hörkuleikur. Núna er tækifæri fyrir bæði lið að komast í bikarúrslitaleik. Hvorugt liðið er "underdogs" í þessum leik. Bæði lið verða ævintýralega svekkt ef þau fara ekki í úrslitaleikinn fyrst þau eru komin svona langt.
Athugasemdir
banner
banner
banner