Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. júlí 2014 22:56
Jóhann Ingi Hafþórsson
Einkunnir úr Keflavík - Víkingur: Aron Heiðdal bestur
Aron Heiðdal á leiki með yngri landsliðum Íslands.
Aron Heiðdal á leiki með yngri landsliðum Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og Víkingur mættust í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Leikurinn var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Keflvíkingar voru sterkari á punktinum og tryggðu sér sigur og sæti í úrslitaleiknum.

Aron Rúnarsson Heiðdal spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík og var afar traustur og spilaði stórt hlutverk í að halda góðum sóknarmönnum Víkinga í skefjum.

Hjá Víkingum gékk afar lítið upp og þá sér í lagi Pape Mamdou Faye sem var mistækur og skapaði lítið.

Einkunnargjöf fótbolta.net má sjá hér.

Einkunnir Keflavíkur
Byrjunarlið:
Jonas Fredrik Sandqvist - 7
Magnús Þórir Matthíasson - 6
Haraldur Freyr Guðmundsson - 7
Jóhann Birnir Guðmundsson 5
Hörður Sveinsson - 4
Magnús Sverrir Þorsteinsson - 6
Endre Ove Brenne - 6
Aron Rúnarsson Heiðdal - 8 Maður leiksins
Sindri Snær Magnússon - 5
Frans Elvarsson - 6
Elías Már Ómarsson - 6

Varamenn: (Bojan Stefán Ljubicic 6, Sigurbergur Elísson 6, Aron Grétar Jafetsson 5)

Einkunnir Víkings
Byrjunarlið:
Ingvar Þór Kale - 5
Igor Taskovic - 6
Tómas Guðmundsson - 5
Halldór Smári Sigurðsson - 5
Michael Maynard Abnett - 5
Kristinn Jóhannes Magnússon - 6
Aron Elís Þrándarson - 6
Dofri Snorrason - 5
Kjartan Dige Baldursson - 5
Pape Mamadou Faye - 4
Alan Alexander Lowing - 5

Varamenn: (Ívar Örn Jónsson 6, Páll Olgeir Þorsteinsson 5, Ventseslav Ivanov 4)

Athugasemdir
banner
banner