Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 30. júlí 2014 12:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Esbjerg vill fá Kristófer Pál aftur á reynslu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Danska félagið Esbjerg er að skoða Kristófer Pál Viðarsson leikmann Leiknis á Fáskrúðsfirði.

Kristófer Páll var á reynslu hjá Esbjerg á dögunum og félagið vill fá hann aftur til skoðunar en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans í Morgunblaðinu í dag.

Kristófer Páll er langmarkahæstur í 3. deildinni en hann hefur skorað 14 mörk í 9 leikjum með toppliði Leiknis.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafa nokkur af stóru félögunum á Íslandi einnig áhuga á að fá Kristófer í sínar raðir.

Þá er líklegt að hann muni fara til fleiri erlendra félaga á reynslu á næstunni.

Kristófer er 17 ára gamall en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í þrjú ár með meistaraflokki Leiknis.
Athugasemdir
banner
banner
banner