Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 30. júlí 2014 22:40
Mist Rúnarsdóttir
Gunni Guðmunds: Rauða spjaldið hjálpaði
watermark Gunnar og lærisveinar sóttu þrjú stig í Laugardalinn
Gunnar og lærisveinar sóttu þrjú stig í Laugardalinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Selfoss, var sáttur eftir 2-1 útisigur á Þrótturum fyrr í kvöld. Með sigrinum náði lið Selfoss að lyfta sér úr 10. sæti og upp í 8. sæti 1. deildar.

„Ég er gríðarlega sáttur með að taka þrjú stig hérna á Valbjarnarvellinum. Það er mikilvægt fyrir okkur aðeins að losa okkur frá botninum en auðvitað erum við ennþá í bullandi botnbaráttu,“ sagði Gunnar.

Þróttarar byrjuðu leikinn betur en Selfyssingar komust betur inn í leikinn er leið á og unnu að lokum mikilvægan baráttusigur.

„Reyndar leist mér ekkert á blikuna fyrstu 20 mínúturnar. Mér fannst við vera að spila illa og Þróttararnir voru sterkari svona bróður partinn af fyrri hálfleiknum. Svo þróast leikurinn náttúrulega bara þannig að við náum betri tökum á því sem við erum að gera og mörkin duttu okkar megin og voru mikilvæg. Tvö úr föstum leikatriðum og það skilur á milli. Auðvitað hjálpaði rauða spjaldið til, ekki nokkur spurning. Þá sigldum við þessu bara nokkuð örugglega í höfn.“

Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar og Erlingur Jack aðstoðarþjálfari fengu báðir reisupassann þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum og það var almennt mikill hiti í leikmönnum. Gunnar segist ekki hafa séð hvað átti sér stað er rauða spjaldið fór á loft.

„Það voru átök í þessu. Eðlilega. Við erum að berjast fyrir því að losa okkur frá botninum og Þróttar eru í toppbaráttu þannig að það var mikið undir hjá báðum liðum. Ég sé ekki hvað gerist í rauða spjaldinu. Ég treysti því bara alltaf að dómararnir taki rétta ákvörðun og við verðum bara að virða þeirra ákvörðun hverju sinni.“

Bæði mörk Selfoss í dag komu eftir föst leikatriði og Luka Jacacic skoraði þau bæði. Gunnar var ánægður með það en hefði viljað sjá betri nýtingu á þeim færum sem liðið skapaði sér í opnum leik.

„Við erum náttúrulega ekki búnir að skora mikið svo það var kærkomið að skora tvö í dag. Föst leikatriði eru alltaf mikilvæg og við erum búnir að skora nokkur úr föstum. En mér fannst samt í þessum leik að við værum að skapa okkur nokkur opin færi sem ekki nýttust þannig að vonandi fer það að skila sér.“

„Nú er næst HK og við förum og undirbúum okkur strax fyrir þann leik. Eins og ég sagði áðan þá erum við enn í bullandi fallbaráttu og við þurfum bara að berjast eins og við gerðum seinni partinn í þessum leik og í hverjum einasta leik til að koma okkur almennilega í burtu frá þessu.“


Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner