mið 30. júlí 2014 11:36
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Belgíu í vináttuleik
Belgar eru með hörkulið.
Belgar eru með hörkulið.
Mynd: Getty Images
Ísland mun mæta Belgíu í vináttuleik á Stade Roi Baudoin í Brussel þann 12. nóvember næstkomandi.

Belgar eru með mjög öflugt landslið um þessar mundir en þeir fóru í 8-liða úrslit á HM þar sem þeir töpuðu 1-0 fyrir Argentínu.

Íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni EM þann 16. nóvember og leikurinn gegn Belgíu verður því undirbúningur fyrir þann leik.

Ísland mætir Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM á Laugardalsvelli þann 9. september næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner