mið 30. júlí 2014 19:00
Magnús Már Einarsson
Javier Hernandez til Atletico Madrid?
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, framherji Manchester United, gæti verið á leið til spænsku meistarana í Atletico Madrid.

Hernandez hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði United undanfarin ár og Louis van Gaal hefur gefið loðin svör um framtíð hans hjá félaginu.

Atletico Madrid hefur bætt Mario Mandzukic og Antoine Griezmann í sóknarlínu sina í sumar en markahrókurinn Diego Costa fór hins vegar til Chelsea.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni hefur Atletico áhuga á að bæta Hernandez í hópinn.

,,Hann er frábær einn á móti einum og hvaða lið sem er gæti nýtt hæfileika hans," sagði Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid þegar hann var spurður út í Hernandez.
Athugasemdir
banner
banner
banner