Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. júlí 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Birnir: Allir að tala um þennan leik
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það eru allir að tala um þennan leik í kringum mann. Það er mikil stemning hjá Víkingi líka og þetta verður mjög gaman held ég," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur við Fótbolta.net í dag en liðið mætir Víkingi R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

,,Það hefur ekki gengið vel í deildinni að undanförnu hjá okkur.en þetta er öðruvísi leikur. Þetta er 50/50 leikur. Þeir eru með mjög gott lið og við erum líka með mjög gott lið inn á milli, miðað við hvernig spilamennskan hefur verið undanfarið. Þetta verður bara gaman."

Keflvíkingar þekkja það vel að vinna bikarkeppnina en Jóhann var sjálfur í atvinnumennsku erlendis síðustu tvö skipti sem bikarinn hefur farið suður með sjó.

,,Stærsti leikurinn á sumrinu er bikarúrslitaleikurinn og það eru allir mjög spenntir hjá okkur. Ég var ekki með 2004 og 2006 en ég var með 1997. Maður man varla eftir því það er svo langt síðan," sagði Jóhann og hló.

Jóhann kom inn á sem varamaður og spilaði einungis tíu mínútur í síðasta leik Keflavíkur gegn Val. Hann segist þó vera klár í slaginn í kvöld.

,,Ég er með jumpers knee, einhver eymsli í sin fyrir neðan hnéskel. Þetta er meira pirrandi. Ég get alveg spilað en þetta er óþægilegt. Ég verð líklegast með í kvöld ef að þjálfarinn velur mig í liðið," sagði Jóhann.
Athugasemdir
banner
banner