Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. júlí 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Louis van Gaal: Tekur nokkra mánuði að laga liðið
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, segir að það komi til með að taka hann marga mánuði að laga liðið.

Van Gaal tók við Manchester United fyrir nokkrum vikum en hann tók við liðinu af Ryan Giggs, sem stýrði því tímabundið eftir brottrekstur David Moyes.

Síðasta leiktíð hjá liðinu var langt fyrir neðan væntingar en liðið hafnaði í sjöunda sæti og missti af sæti í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.

Van Gaal segir að það komi til með að taka langan tíma að byggja liðið upp og að hópurinn þurfi að fá tíma til að aðlagast hans leikstíl.

,,Öll þau lið sem ég hef þjálfað þá hef ég verið í vandræðum fyrstu þrjá mánuðina en eftir það þá vita leikmenn hvað ég vil. Þá læra þeir hvernig ég er og hvernig þjálfari ég er því ég er mjög beinskeittur og það er ekkert alltof auðvelt," sagði Van Gaal.

,,Leikstíllinn minn og æfingahættir mínir er eitthvað sem er allt í höfðinu og ekki í löppunum. Það mikilvægasta er þó að þeir verða að vita af hverju við gerum þessa hluti."

,,Við verðum að þrauka fyrstu þrjá mánuði tímabilsins. Þetta var alveg eins hjá Bayern. Þar var liðið í sjötta eða sjöunda eftir fyrstu þrjá mánuðina og í þriðja sæti í riðlinum í Meistaradeild Evrópu. Við þurftum að vinna Juventus og gerðum það og það var vendipunkturinn," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner