mið 30. júlí 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Luke Shaw: Ég er ekki í nægilega góðu formi
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, segist hafa átt skilið að fá gagnrýni frá Louis van Gaal fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi.

Shaw kom til United frá Southampton á 27 milljónir punda í sumar en fyrr í vikunni æfði hann einn með þrekþjálfurum United til að komast í betra form.

Shaw spilaði 45 mínútur í markalausu jafntefli Manchester United og Inter í nótt en hann segist vera sammála van Gaal um að hann þurfi að bæta formið til að geta spilað sem vængbakvörður í 3-5-2 leikkerfi United

,,Ég er algjörlega sammála honum. Þú þarft að vera í mjög góðu formi til að spila í þessu leikkerfi. Ég er í formi en ekki nægilega góðu. Ég veit að ég þarf að komast í betra form til að geta hlaupið upp og niður," sagði Shaw.

,,Þetta er eitthvað sem ég ætla að vinna í og 45 mínúturnar í kvöld voru mjög góðar. Ég hlakka til að halda áfram að bæta mig áður en tímabilið hefst."

,,Ég kom til United og bjóst við að þetta yrði ekki mikið erfiðara og það eru mistök sem ég gerði. Ég hélt að þetta yrði eins en United er stærsta félag í heimi og það eru heimsklassa leikmenn á æfingum.

,,Ég þarf að halda áfram og þetta mun einungis hjálpa mér þegar til lengri tíma er litið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner