Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2015 08:00
Elvar Geir Magnússon
12 setningar: „Ullarsokkur frá Óla Jó"
Hörður Snævar Jónsson (433.is)
Mynd: Fótbolti.net
Hörður með húfuna hans Óla Jó.
Hörður með húfuna hans Óla Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12 setningar er dagskrárliður hér á Fótbolta.net þar sem við fáum fjölmiðlamann til að svara tólf spurningum um Pepsi-deildina, hverri með einni setningu. Það er ein spurning sem tengist hverju liði í deildinni.

Hörður Snævar Jónsson er ritstjóri 433.is og hann svarar hér 12 spurningum með 12 setningum.

Hvernig er FH að höndla pressuna?
Liðið er á toppnum og því er hægt að segja að liðið sé að höndla hana vel, hinsvegar vantar leikgleði á köflum og tuðið mætti vera minna á stórum köflum.

Hvernig er sterkasta sóknarlína KR?
Ef ég væri Bjarni Guðjónsson myndi ég stilla upp 4-4-2: Sören, Schoop, Pálmi og Óskar á miðjunni með þá Gary Martin og Hólmbert frammi.

Er Valur komið aftur í hóp þeirra allra bestu á landinu?
Klárlega og áhugavert að sjá hversu margir misgáfaðir menn hafa þurft að tyggja ullarsokkinn frá Óla Jó.

Mun Glenn gera gæfumuninn fyrir Breiðablik?
Held að leikstíll Breiðabliks henti honum ekki, er góður í teignum en eins og sást gegn KR þá er það ekki hans styrkleiki að vera mikið á boltanum.

Getur Fjölnir tekið þátt í Evrópubaráttu?
Stjarnan fer að taka fram úr þeim, ekki nógu góðir í það.

Eru leikmenn Stjörnunnar ekki betri en þetta?
Þeir eru klárlega betri en þeir vanmátu mikilvægi Vemmelund og Rauschenberg í fyrra og svo virðast margir enn vera að fagna árangri síðasta árs.

Sérðu Hemma Hreiðars ná að láta Fylki taka næsta skref?
Hermann er svart og hvítt miðað við Ásmund, hvort hann sé rétti maðurinn til að koma Fylki þar sem stjórn félagsins telur liðið eiga heima þarf tíminn að leiða í ljós.

Er Gulli Jóns að ná öllu úr mannskapnum sem hægt er?
Já og rúmlega það, efast um að margir hafi vitað hver Þórður Þorsteinn eða Albert Hafsteinsson voru fyrir mót.

Gerði brotthvarf Óla Þórðar gæfumuninn?
Ekki hægt að dæma um það strax, unnu Keflavík (Sem er ekkert afrek) og svo Val sem var án þriggja bestu leikmanna sinna.

Er Ásmundur rétti skipstjórinn í brú Eyjaliðsins?
Það held ég ekki, svipuð týpa og Siggi Raggi sem Eyjamenn voru ekki ánægðir með.

Hefur Leiknir gæði til að vera áfram í þessari deild?
Það er yfirleitt samasem merki á milli peninga og árangurs, Leiknir á lítið af pening og gæðin eru því af skornum skammti.

Á Keflavík séns?
Nei, Pepsi Max í Sunny Kef á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner