Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 30. júlí 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Hentar ágætlega að spila ekki fyrir mót
Leikmaður 14. umferðar - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Rúnar Freyr Þórhallsson.
Rúnar Freyr Þórhallsson.
Mynd: Skúli Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„.Það er alltaf skemmtilegast að spila svona derby-leiki og það var virkilega sætt að landa þessum sigri. Stuðningurinn var líka frábær og maður getur ekki verið annað en sáttur eftir svona leik," sagði Rúnar Freyr Þórhallsson leikmaður Huginn við Fótbolta.net aðspurður út í 2-0 sigurinn á Hetti í 2. deildinni í fyrrakvöld.

Rúnar Freyr var frábær á miðjunni hjá Hetti en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað og hjálpaði um leið Huginn í toppbaráttunni. Góður árangur á Seyðisfirði ís umar kemur Rúnari ekki á óvart.

„Nei, ég myndi ekki segja það. Við vorum staðránir í því að gera betur en í fyrra og við vissum vel að við erum með nógu gott lið til að vera í toppbaráttunni," sagði Rúnar.

„Við erum með flottan kjarna af heimastrákum sem eru tilbúnir að gera allt fyrir liðið og fengum glæsilega útlendinga sem smellpassa inn í hópinn og hafa flestir spilað hér áður."

„Svo vorum við virkilega heppnir að fá til okkar tvo fagmenn úr Fylki sem eru virkilega flottir ásamt því að fá Ingólf Árnason aftur heim fimm mínútum áður en glugginn lokaði. Stuðningurinn við liðið er frábær hér í bænum. Það eru allir tilbúnir í að leggja sitt að mörkum til að Huginn nái sem lengst og mæting á leiki er til fyrirmyndar."


Huginn tók enga leiki á undirbúningstímabilinu í fyrra og það sama var uppi á teningnum í ár.

„Það er mjög skrýtið en virðist vera að henta okkur ágætlega, það er nánast enginn búsettur hér fyrir austan yfir veturinn. Við byrjuðum engu að síður vel núna í sumar og menn voru fljótir að læra inn á hvern annan og þetta verður bara betra og betra með hverjum leiknum."

Toppbaráttan er mjög hörð í 2. deildinni en Huginn er núna í þriðja sæti, einungis tveimur stigum á eftir toppliði ÍR.

„Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ég hef fulla trú á okkur. Ef við höldum áfram að spila okkar bolta eru okkur allir vegir færir. Stemningin í hópnum er mjög góð og það elska allir að spila fyrir Huginn," sagði Rúnar að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Athugasemdir
banner
banner
banner