Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 30. júlí 2015 15:48
Hafliði Breiðfjörð
ÍBV fær Stefán Ragnar frá Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson er genginn í raðir ÍBV frá Fylki.

Hann kemur til félagsins á láni en Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis taldi sig ekki hafa not fyrir hann.

Hjá ÍBV hittir hann fyrir Ásmund Arnarsson sem þjálfaði hann hjá Fylki en hann tók nýverið við þjálfun ÍBV í fjarveru Jóhannesar Harðarsonar.

Stefán Ragnar fær leikheimild á morgun og má því ekki spila með ÍBV gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í dag.

Hann spilaði 9 leiki í Pepsi-deildinni og einn í Borgunarbikarnum með Fylki í sumar, alla undir stjórn Ásmundar.
Athugasemdir
banner
banner
banner