fim 30. júlí 2015 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Jón Björgvin í Kára (Staðfest)
Jón Björgvin staldraði stutt við á Seltjarnarnesi
Jón Björgvin staldraði stutt við á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Jón Björgvin Kristjánsson er genginn til liðs við Kára en hann hefur leikið með Gróttu í sumar.

Jón Björgvin gekk til liðs við Gróttu fyrir tímabilið og hefur komið við sögu í fimm leikjum í 1.deildinni.

Hann hefur nú yfirgefið Gróttu og spilaði sinn fyrsta leik með Kára í gær þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Víði í Garði.

Kári er í 2.sæti 3.deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir, með jafnmörg stig og Reynir Sandgerði og munu liðin væntanlega berjast um að komast upp í 2.deild, ásamt Völsungi og toppliði Magna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner