fim 30. júlí 2015 14:45
Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Már Lárusson í ÍA (Staðfest)
Ragnar Már Lárusson.
Ragnar Már Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur fengið Ragnar Már Lárusson á láni fra Brighton út tímabilið.

Ragnar er 18 ár gamall en hann hefur leikið með unglinga og varaliði Brighton undanfarin tvö ár.

Ragnar kemur til ÍA á lánssamningi til félagsins sem gildir út tímabilið en þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

„Það er virkilega ánægjulegt að fá Ragnar til liðs við okkur, þrátt fyrir ungan aldur hefur fengið fína reynslu í Englandi og verður gaman að sjá hann í leikmannahóp okkar. Þetta bar fljótt að og þegar Brighton viðraði þann möguleika að hann skyldi enda tímabilið hjá okkur var þetta aldrei spurning,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA í samtali við vefsíðu félagsins.

Ragnar á að baki samtals 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur hann skorað í þeim 4 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner