Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   fim 30. júlí 2015 19:30
Magnús Már Einarsson
Selfyssingar kalla Hauk og Richard til baka (Staðfest)
Haukur Ingi Gunnarsson.
Haukur Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar hafa kallað Hauk Inga Gunnarsson og Richard Sæþór Sigurðsson til baka úr láni.

Haukur Ingi er tvítugur miðjumaður en hann hefur í sumar verið á láni hjá KFR í 3. deildinni þar sem hann hefur verið fastamaður.

Richard er framherji sem er ennþá gjaldgengur í 2. flokk en hann hefur skorað tvö mörk í tveimur leikjum í Borgunarbikarnum með ÍBV í sumar.

Selfoss er í 10. sæti i 1. deildinni en liðið er einungis tveimur stigum frá fallsæti eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner