Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2016 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona lagði Celtic að velli
Mynd: Getty Images
Barcelona 3 - 1 Celtic
1-0 Arda Turan ('11 )
1-1 Leigh Griffiths ('29 )
2-1 Efe Ambrose ('31, sjálfsmark )
3-1 Munir ('41 )

Barcelona og Celtic áttust við á International Champions Cup æfingamótinu í dag og var um nokkuð skemmtilegan leik að ræða.

Arda Turan kom Börsungum yfir, en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til liðsins frá Atletico Madrid á síðasta tímabili.

Leigh Griffiths náði að jafna fyrir Brendan Rodgers og hans menn í Celtic um miðjan fyrri hálfleikinn, en skömmu síðar var Barcelona aftur komið yfir. Markið var sjálfsmark og var það varnarmaðurinn Efe Ambrose sem skoraði það.

Síðasta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks og það skoraði Munir El Haddadi, en það er spurning hvað hann mun fá mörg tækifæri á komandi tímabili.

Byrjunarlið Barcelona: Masip; Vidal, Mathieu, Martinez, Camara; Roberto, D.Suarez, Turan; Messi, L.Suarez, Munir.

Byrjunarlið Celtic: Gordon; Janko, Ambrose, O’Connell, Izaguirre; Brown, Bitton, McGregor; Roberts, Forrest, Griffiths.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner