Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júlí 2016 09:15
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno Alves til Cagliari (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bruno Alves er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Cagliari, sem er nýkomið aftur upp í Serie A deildina á Ítalíu.

Alves er 34 ára gamall miðvörður og varð Evrópumeistari með Portúgal í sumar. Hann á 86 A-landsleiki að baki fyrir Portúgal.

Alves hefur síðastliðin þrjú ár verið byrjunarliðsmaður í liði Fenerbahce en þar áður var hann fastamaður hjá Zenit og Porto.

Cagliari vann Serie B í fyrra og fékk 83 stig úr 42 leikjum. Crotone var einu stigi á eftir í öðru sæti en umspilsliðin voru minnst tíu stigum eftirá.
Athugasemdir
banner
banner