Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júlí 2016 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 46 ára gamli Sinisa Kekic aftur í Sindra (Staðfest)
Hinn þaulreyndi Sinisa Kekic er kominn aftur í Sindra
Hinn þaulreyndi Sinisa Kekic er kominn aftur í Sindra
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Óskarsson
Hinn 46 ára gamli Sinisa Kekic er genginn til liðs við Sindra, sem leikur í 2. deild karla. Kekic lék með Sindra frá 2011-2015 og mun nú taka slaginn með liðinu það sem eftir er af tímabilinu.

Sinisa Kekic er nafn sem allir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi ættu að kannast við. Hann kom fyrst hingað til lands árið 1996 til þess að spila með Grindavík, en fyrir rétt rúmum 12 árum síðan fékk hann íslenska ríkisborgararétt.

Árið 2014 greindi Kekic frá því að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna, en hann er ekki alveg búinn að segja sitt síðasta.

Hann tók reyndar skóna fram til þess að spila með Mána í 4. deildinni á síðasta tímabili, en þar lék hann aðeins einn leik.

Það er spurning hvað Kekic mun spila mikið fyrir Sindra, en liðið er í 6. sæti í 2. deildinni með 16 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner