Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júlí 2016 12:15
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Zlatan er hógvær og vinalegur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir Zlatan Ibrahimovic strax vera byrjaðan að hafa jákvæð áhrif á leikmannahóp Manchester United.

Mourinho lofar sóknarmanninn í hástert og segist vera afar hrifinn af því hversu stuttan tíma það tók Zlatan að passa í hópinn.

„Fólk sér oft mann með stórt egó og alltof mikið sjálfstraust þegar það horfir á Zlatan, en það er á jákvæðan hátt. Þegar hann er með hópnum þá er hann hógvær og vinalegur við alla, aðlögunarferlið hefur gengið gríðarlega vel til þessa," sagði Mourinho við MUTV, sjónvarpsstöð Man Utd.

„Zlatan er stórkostlegur leikmaður og það sást strax á fyrstu æfingu. Leikmennirnir sækja mikið í hann þegar við spilum."

Man Utd spilar við Galatasaray í Svíþjóð og eru nýju mennirnir Henrikh Mkhitaryan og Eric Bailly einnig um borð í vélinni sem er á leið þangað.

„Henrikh og Zlatan tala báðir góða ensku auk annarra tungumála, Eric talar ekkert alltof góða ensku en hann talar frönsku og spænsku sem nægir honum í bili."
Athugasemdir
banner
banner
banner