Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. júlí 2016 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney og Zlatan á skotskónum í sigri gegn Galatasaray
Rooney skoraði tvö
Rooney skoraði tvö
Mynd: Reuters
Manchester United 5 - 2 Galatasaray
1-0 Zlatan Ibrahimovic ('4 )
1-1 Sinan Gümüs ('22 )
1-2 Bruma ('40 )
2-2 Wayne Rooney ('55 )
3-2 Wayne Rooney ('59, víti )
4-2 Marouane Fellaini ('62 )
5-2 Juan Mata ('75 )

Manchester United hafði betur gegn Galatasaray frá Tyrklandi í hörkuleik í Svíþjóð í dag. Um æfingaleik var að ræða, en leikmenn eins og Wayne Rooney og Zlatan Ibrahimovic voru að leika sinn fyrsta leik fyrir United á þessu undirbúningstímabili.

Það tók Zlatan ekki langan tíma að opna markareikninginn fyrir Manchester United, en eftir aðeins fjórar mínútur var hann búinn að skora. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia, en Zlatan kláraði listavel.

Galatasaray sýndu mikinn kraft og náðu að jafna og komast yfir áður en flautað var til hálfleiks. Man Utd gerði nokkrar breytingar í hálfleik, en Zlatan, Martial, Mkhitaryan, Schneiderlin og Ander Herrera fóru af velli. Í þeirra stað komu Young, Lingard, Carrick, Fellaini og Rashford inn á.

Wayne Rooney datt í gírinn í seinni hálfleik og hann náði að skora tvisvar með stuttu millibili og United aftur komnir yfir. Það voru svo varamennirnir Marouane Fellaini og Juan Mata sem kláruðu leikinn endanlega fyrir Man Utd, en bæði mörkin komu eftir sendingar frá Antonio Valencia, sem átti magnaðan leik.

Lokatölur 5-2 fyrir Man Utd, en þetta var fyrsti leikurinn undir stjórn Jose Mourinho, þar sem hann gat spilað á sínu sterkasta liði.



Athugasemdir
banner
banner